Lært að hjóla
Við höfum notað kóftímann til að læra að hjóla. Fyrst tókum við hjálpardekkin af litla hjólinu og létum Yl hjóla þannig í þrjá daga. Við sleppum alveg því sem hann sagði í upphafi, en snemma í ferlinu tók stoltið yfir. Síðan færðum við Yl á stærra hjól og þannig hljóp ég á eftir honum í nokkra daga. Síðan samdi ég við hann um hjólaleið sem ég mætti hjóla með honum og hann myndi eftir bremsunni. Hún var vandinn í upphafi því stærra hjólið er með gírskiptingu og handbremsur. Síðan hafa verið farnar lengri ferði á hjólinu upp og niður brekkur og allt gengið vel. Eðlilega á ég ekki margar myndir úr hjólaferðum okkar þar sem ég þori ekki öðru en að fylgjast vel með honum, en hér eru nokkrar. Þetta byrjaði allt í Breiðholtinu efst, til að hafa landið flatt: Síðan höfum við farið um og í kringum Kópavoginn og yfir til Reykjavíkur um hæðir og brekkur