Posts

Showing posts from January, 2017

Mæðginin heimsækja tehús NTU háskólans.

Image
Mæðginin heimsækja tehús NTU háskólans. Tehús eru sterkur þáttur í menningu Taiwan og eru margs konar, allt frá tehofum þar sem meistarinn mælir vís orð eða fer með ljóð yfir í þægilega staði til að ræða málin í ró og næði. Það er aldrei neinn asi í kringum hefðbundna tedrykkju

Vikuna fyrir Nýárhátíðina er verkefnavinna skólakrakka.

Vikuna fyrir Nýárhátíðina er verkefnavinna skólakrakka. Þessir krakkar hittu mæðginin úti á götu og fengu leyfi kennarans til að heilsa Yli og óska honum gleðilegs nýs árs. Svona samfélagsverkefni tíðkast á öllum skólastigum og í háskólanum sé ég þessa dagana hópa yngri nemenda glíma við ýmiss verkefni til að treysta samfélagsgetu þeirra og samheldni. https://youtu.be/UcRMuMQWUco

Ylur er hæst ánægður með litla tómata og jarðaber í eftirrétt þessa dagana.

Image
Ylur er hæst ánægður með litla tómata og jarðaber í eftirrétt þessa dagana. Núna rétt fyrir Nýárshátíðina stendur jarðaberjauppskeran hæst og ég rakst líka á Jujube (棗子) sem ég þekkti ekki áður. Grænn sætur og stökkur ávöxtur sem ég sá kallaðan mjólkurdöðlu á tævanskri vefsíðu. Ylur var ekki ánægður fyrr en hann fékk heilan slíkan. Svo þegar ég kom heim úr vinnu stóð kassi fluttur af nýtíndum glóaldinum við dyrnar. Fátt jafnast á við þau.

Gengið um Da'an garðinn ( 大安森林公園) eftir að Ylur svaf fram eftir á sunnudagsmorgni.

Image
Gengið um Da'an garðinn ( 大安森林公園) eftir að Ylur svaf fram eftir á sunnudagsmorgni. Í dag kom sólin kalda loftinu upp í 17 C gráður. Allt stefnir í hlýja Nýárshelgi eftir viku.

Æfingar að kveldi sunnudags

Æfingar að kveldi sunnudags https://youtu.be/xdZn56c2oOs

Tveir asnast saman

Tveir asnast saman https://youtu.be/EC6u3a__o78

Laugardagsmorgunn

Laugardagsmorgunn https://youtu.be/X8Z6wpuwRKI

Hlaupið um og rekið á eftir kallinum

Hlaupið um og rekið á eftir kallinum https://youtu.be/rLQkAcd9tqI

Stundum er rólegri tónlist betri

Stundum er rólegri tónlist betri https://youtu.be/pTNnkSUSLfg

Það er andskoti erfitt að komast í sokka sjálfur

Það er andskoti erfitt að komast í sokka sjálfur https://youtu.be/J4v5k2KJTzM

Slakað á eftir markaðsferð. Stundum tekst okkur feðgunum að sitja saman í stól og ræða málin

Image
Slakað á eftir markaðsferð. Stundum tekst okkur feðgunum að sitja saman í stól og ræða málin

Nýársmarkaður (迪化街辦年貨) í Taipei.

Image
Nýársmarkaður (迪化街辦年貨) í Taipei. Við heimsóttum markaðinn í kuldakasti (14 C) og nutum fjölbreytileikans. Yli tókst að sofa hádegisblundinn í stöppunni og hávaðanum. Við rákumst á dós með þorsklifur frá Íslandi. Athyglisvert að hér kostar hún um það bil það sama og heima. Það segir margt um viðskipti á þessum tveimur eyjum.

Grísla á þeysireið á strætó

Grísla á þeysireið á strætó https://youtu.be/hnGBOY_7SiA

Ylur heilsar hernum, héranum og skoðar nýársskreytingar.

Image
Ylur heilsar hernum, héranum og skoðar nýársskreytingar. Hann er viss um að tennisspaðinn í íþróttabúðinni sé flugnaspaði fyrir stórar flugur. Hann var ekkert hræddur við stóra hermanninn þegar hann hreyfði sig og brosti til hinna. Það er gott að hvíla sig með Gríslu eftir erfiðan dag

Í kínverskri menningu er hefð fyrir Zhuazhou (抓周) þar sem hlutir eru settir fyrir framan rúmlega einsárs barn og það...

Image
Í kínverskri menningu er hefð fyrir Zhuazhou (抓周) þar sem hlutir eru settir fyrir framan rúmlega einsárs barn og það látið velja þrjá. Valið á að segja fyrir um framtíðina. Líklegt er að siðurinn hafi orðið til á Song-keisaratímanum (960-1279). Við fórum til gamans með Yl í Lee Safnið í Luchou (蘆洲李宅古蹟李友邦將軍紀念館) sem býður upp á Zhuazhou. Ylur valdi þrjá hluti: Gullið, Talnagrindina, og Reglustikuna. Samkvæmt tævanskri túlkun þýðir það "ríkidæmi". Hins vegar er hverjum eðlisfræðingi ljóst að hann valdi: Efnið, Líkanareikninginn, og Mælinguna, sem auðvitað túlkast sem "vísindin". Það er hægt að hafa gaman af þessu. Í athöfninni var Ylur með hatt tígursins og strákur tók hana svo alvarlega að honum stökk varla bros á vör, aldrei þessu vant, en lifði sig inn í allt saman og lét aldrei truflast. Hér eru okkar myndir frá athöfninni og ferðinni þangað og til baka. Við reynum svo síðar að setja inn myndirnar sem voru teknar þar af starfsliðinu. Á heimleiðinni var farið framh

Það sem ekki má. Stundum er hægt að endurtaka það sem ekki má látlaust!

Það sem ekki má. Stundum er hægt að endurtaka það sem ekki má látlaust! https://youtu.be/gxgpMDki5HY

Xinbei (新北市), eða Nýja Taipei, er borg sett saman úr úthverfum Taipei með 4 milljónir íbúa.

Image
Xinbei (新北市), eða Nýja Taipei, er borg sett saman úr úthverfum Taipei með 4 milljónir íbúa. Vesturlandabúar eiga ef til vill í erfiðleikum með að sjá úthverfasvip, en lífið þar er oft með hefðbundnara sniði en hjá okkur í háskólahverfinu Da'an. Þar geta jarðarfarir verið háværar með drynjandi tónlist og mörgum skreyttum vögnum og staðið í einn til þrjá daga. Í dag tókst mér aðeins í öllum hamaganginum að mynda einn vagn sem beið.