Í kínverskri menningu er hefð fyrir Zhuazhou (抓周) þar sem hlutir eru settir fyrir framan rúmlega einsárs barn og það...

Í kínverskri menningu er hefð fyrir Zhuazhou (抓周) þar sem hlutir eru settir fyrir framan rúmlega einsárs barn og það látið velja þrjá. Valið á að segja fyrir um framtíðina. Líklegt er að siðurinn hafi orðið til á Song-keisaratímanum (960-1279). Við fórum til gamans með Yl í Lee Safnið í Luchou (蘆洲李宅古蹟李友邦將軍紀念館) sem býður upp á Zhuazhou. Ylur valdi þrjá hluti: Gullið, Talnagrindina, og Reglustikuna. Samkvæmt tævanskri túlkun þýðir það "ríkidæmi". Hins vegar er hverjum eðlisfræðingi ljóst að hann valdi: Efnið, Líkanareikninginn, og Mælinguna, sem auðvitað túlkast sem "vísindin". Það er hægt að hafa gaman af þessu. Í athöfninni var Ylur með hatt tígursins og strákur tók hana svo alvarlega að honum stökk varla bros á vör, aldrei þessu vant, en lifði sig inn í allt saman og lét aldrei truflast. Hér eru okkar myndir frá athöfninni og ferðinni þangað og til baka. Við reynum svo síðar að setja inn myndirnar sem voru teknar þar af starfsliðinu. Á heimleiðinni var farið framhjá dýragarðinum í Taipei






Comments

Popular posts from this blog

Lært að hjóla