Posts

Showing posts from May, 2019

Mæðginin skreppa í Norrænahúsið

Image
Á föstudaginn sem leið var starfsdagur í leikskólanum og mæðginin skruppu í Norrænahúsið með strætó og komu við í Stakkahlíðinni á leiðinni heim. Það er alltaf gaman á bókasafni og ekki spillir fyrir gleðinni að fara þangað í aftasta sætinu á strætó.

Kvöldsagan með ljóðum

Image
Nú heimtar strákur að tvö ljóð séu lesin áður en lestur kvöldsögunnar byrjar Svo er "Óli Alexander fílibomm bomm" lesinn. Ylur er farinn að fylgja þræðinum á lengri sögum. Lína Langsokkur var lengi í uppáhaldi. Já, já, það má vel vera að val bókmenntanna stýrist af aldri lesarans. Tónlistarsmekkur okkar skarast líka.

Árlegur hreinsunardagur

Image
Hreinsunardagurinn var tekin með stíl og Ylur sýndi verklagni með ýmsum verkfærum En hörðustu vinnuþjarkar verða einnig að taka sér hlé

Opinn dagur

Image
Í dag var mikill spenningur fyrir opið hús á leikskólanum og foreldrarnir margminntir á að mæta tímanlega. Kórinn í Ólátagarði söng fagurlega þrjú lög Það vannst tími til að kanna bókakostinn á skólanum Svo voru myndverkin skoðuð og sýnd innan og utandyra