Posts

Showing posts from April, 2019

Bækur

Image
Það er ekki alveg ljóst hvort Ylur er að selja eða lána bækur En bækur eru oft kveikjan að umræðu milli okkar þriggja

Páskar, vorið og hjólið

Image
Nú er um að gera að auka hjólafærni stráks. Honum fer verulega fram í hvert skipti sem gripið er til hjólhestsins: Svo er farið í gegnum hefðbundna umræðu annað slagið hvort sumarið sé komið og í hvernig föt er best að fara. Ylur fékk lítið páskaegg og eftir að ég var búinn að þurrka af súkkulagði af puttum hans einu sinni fann hann lausn við þeim vanda, hljóp fram í eldhús og kom með prjóna til að nota á eggið. Það er fín lausn og getur aðeins aukið færni hans með prjóna.

Húsbyggingar - hreiðurgerð

Image
Þessa dagana getur Ylur ekki komið í sófann án þess að raða upp púðum til að byggja hús. Ég spyr mig stundum hvort þetta sé hreiðurgerð, eða gerð öryggissvæðis: Svo horfum við annað slagið á krumma í beinni  við hreiðurstörf . Ylur bíður eftir ungunum og ég eftir því að hann sjái krumma setja þeim lífsreglurnar.

Manngangurinn

Image
Í ferð okkar á bókasafnið nýlega fengum við okkur taflmenn og dúk, sem nota mætti til að kenna strák mannganginn: Það er ekki aleinfalt. Við reynum þó að fara yfir nöfn taflmannanna og einföldustu staðreyndir um mannganginn. Eins reynum við að raða þeim upp rétt og könnum samhverfuna milli hvítu og svörtu mannanna og brot á henni.

Leikskólapestir

Image
Við feðgarnir berjumst annað slagið við það sem ég kalla leikskólapestir. Það er greinilegt að Ylur ræður oft betur við þær en ég. Nýlega vildi hann kanna hvort hann gæti læknað mig eða séð sýklana: Það er líka best að leyfa honum að segja þetta með eigin orðum:

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið -- bóklestur og nám

Image
Frá þriggja mánaðaaldri hefur bókum verið haldið að strák, og um þessar mundir sjáum við hve mikil áhrif það hefur: Fyrir honum eru bækur nauðsynlegur þáttur í tilverunni. Hann vill heyra sögur úr þeim, eða skoða vísindabækur til að skilja alls konar hluti. Það er því hlutverk okkar að sjá um framhaldið. Ekki má slaka neins staðar á.

Vorið og hjólið

Image
Þá er vorið komið og því þurfti að setja fótstig á hjólið og hjálpardekk. Það var gert í 30 stiga hita í sólinni inni í stofu Svo var komið að því að reyna hjólhestinn úti í vorinu. Það gekk eftir væntingum, ekki endalega Yls, en mínum. Þetta reyndist sem sé ekki eins einfalt og honum datt í hug, en gekk þó. Það þurfti að auka loftþrýstinginn í dekkjunum eftir innanhúsnotkun í vetur. Auðvitað er bráðnauðsynlegt að vera með góðan hjálm, það þarf ekki að ræða. Faðirinn fékk þó að sýna hvernig hægt er að renna niður brekku og draga úr ferðinni með bremsunni. Sá stuttu sýndi meiri leikni, og mun án efa læra þetta hratt, þótt föðurnum hafi heyrst hann æfa líka munnverkið með afli.