Vorið og hjólið

Þá er vorið komið og því þurfti að setja fótstig á hjólið og hjálpardekk. Það var gert í 30 stiga hita í sólinni inni í stofu

















Svo var komið að því að reyna hjólhestinn úti í vorinu. Það gekk eftir væntingum, ekki endalega Yls, en mínum. Þetta reyndist sem sé ekki eins einfalt og honum datt í hug, en gekk þó. Það þurfti að auka loftþrýstinginn í dekkjunum eftir innanhúsnotkun í vetur.










Auðvitað er bráðnauðsynlegt að vera með góðan hjálm, það þarf ekki að ræða. Faðirinn fékk þó að sýna hvernig hægt er að renna niður brekku og draga úr ferðinni með bremsunni.


Sá stuttu sýndi meiri leikni,

og mun án efa læra þetta hratt, þótt föðurnum hafi heyrst hann æfa líka munnverkið með afli.

Comments

Popular posts from this blog

Lært að hjóla