Við feðgarnir skruppum á skrifstofuna mína í dag til að taka til og gefa mömmu tækifæri til að lesa heima. Ylur hjálpaði mér að hreinsa töfluna en vildi endilega eigna sér bókina "Field Theory, the Renormalization Group, and Critical Phenomena" eftir Amit, en sættist svo á að fá mongólsku húfuna mína. Við vorum síðan eftir okkur í sófanum við barnaefnisgláp eftir dýrindis máltíð hjá mömmu. Ég reyndi að kenna honum hvernig hann ætti að segja Mongólía á Mandarín, en var greinilega ekki nógu nákvæmur til að mamma skildi hann án útskýringa. Það má alltaf bæta sig.