Milli jóla og nýárs kom kalt loft að norðan og sólarhringshitinn varð á bilinu 14-17 C gráður.

Milli jóla og nýárs kom kalt loft að norðan og sólarhringshitinn varð á bilinu 14-17 C gráður. Ylur var því settur í léttan flíssamfesting að heiman. Hér sést hann fyrir framan tónlistarhús, og heima að glíma við appelsínukassa sem kom til okkar fullur af appelsínum, nýjum af trjánum í TaiChung, um miðjan desember. Hér í Taipei eru tveir kaldir mánuður á ári, janúar og febrúar með meðaldagshita 19 C og meðalnæturhita 14 C. Vorið kemur svo af fullum krafti í mars með meðalhita á bilinu 16-22 C, en lítið sést til haustsins því flest tré eru sígræn. Helstu undantekningarnar eru tré sem missa lauf í janúar og blómgvast síðan með miklum skrúð í febrúar-mars. Snjór hefur aldrei sést í Taipei, en 23-24 janúar 2016 varð versta kuldakast síðustu 10 ára með 3-4 C hita. Þá flykktist fólk til fjalla til að sjá snjó






Comments

Popular posts from this blog

Lært að hjóla