Dagurinn byrjaði með að við bárum nokkra kassa í flutningabíl, sem fara svo sjóleiðina heim. Hitinn var kominn í 34 C gráður um níuleytið og við feðgarnir svitnuðum allnokkuð og fórum því í kalda sturtu saman. Ylur hesthúsaði nokkrum kirsuberjum á eftir. Um sexleytið, aftur í 34 C gráðum, hittum við Elsie og son hennar David og snæddum kvöldverð með þeim og hlupum öll eftir Yl, sem hafði engan áhuga á að sitja kyrr. Núna um tíuleytið að kveldi er 31 C gráða úti og logn