Posts

Showing posts from July, 2017

Talæfing með mömmu

Talæfing með mömmu https://www.youtube.com/watch?v=Kkh19Te8UGY

Góðir grannar kvaddir.

Image
Góðir grannar kvaddir. Svo auðvitað kemur fellibylurinn Nesat æðandi hingað með roki og látum, en ekki kulda. Núna rétt fyrir 23:00 eru 28 C gráður úti. Til að efla skemmtunina bætist fellibylurinn HaiTang við. Þeir eiga að sameinast á morgun sunnudag. Við vonum að allt verði hægara á mánudag

Án orða

Image
Án orða

Hópurinn úr ljósmyndanámskeiðinu sem Hui-Ling tók hittist, snæddi saman og æfði myndatökur

Image
Hópurinn úr ljósmyndanámskeiðinu sem Hui-Ling tók hittist, snæddi saman og æfði myndatökur

Í gær, miðvikudag, snæddum við saman kvöldverð með gestgjafa okkar í NTU og fjölskyldu hans.

Image
Í gær, miðvikudag, snæddum við saman kvöldverð með gestgjafa okkar í NTU og fjölskyldu hans. Ylur rétt náðist á mynd. Hann var viss um að það væri öllum hollast að hlaupa strax eftir matinn og stjórnaði þeim lið. Við erum öll þakklát fyrir frábæra dvöl hér á eyjunni fögru á jaðri hitabeltins og höfum ekkert saknað snævar og klaka þetta árið

Ylur og Anna leika sér. Strákur er helst til of stór og þungur í þennan leik fyrir Önnu

Ylur og Anna leika sér. Strákur er helst til of stór og þungur í þennan leik fyrir Önnu https://www.youtube.com/watch?v=GELZRgpg0J8

Mæðginin náðu í mig eftir vinnu í dag í 36 C stiga hita.

Image
Mæðginin náðu í mig eftir vinnu í dag í 36 C stiga hita. Þegar við komum heim duttu Antóní og Anna inn í heimsókn færandi hendi. Ylur sýndi þeim sínar bestu hliðar með miklu fjöri án hlés. Þau voru örugglega jafn þreytt og við hjónakornin þegar þau héldu áleiðis heim eftir heimsóknina

Nýi og gamli tíminn.

Image
Nýi og gamli tíminn. Ylur er hér fyrir framan eina af fyrstu lestunum á Taiwan. Til samanburðar var ég að bæta við tveimur myndum frá Andrei af háhraðalestinni sem æðir á 300 km/klst hraða á upphækkuðum teinum 350 km leið eftir vesturhluta Taiwan. Háhraðalestin kostaði rúmlega ISK 1000 miljarða og rekstur hennar kostar ISK 4 miljarða á mánuði, og daglega flytur hún vel yfir 100 þúsund farþega

Þegar flest leikföngin eru horfin ofan í kassa er notast við það sem finnst enn í íbúðinni.

Image
Þegar flest leikföngin eru horfin ofan í kassa er notast við það sem finnst enn í íbúðinni. Svo má alltaf þvo hárið á kallinum. Ylur hefur tekið vel eftir hvernig hárþvottur fer fram á kippistofum hér í kringum okkur í Taipei. Ruslafötur má spila á og nota til margs, en hraustustu kappar verða stundum að fá sér eftirmiðdagskríu í 38 C gráða hita

Teegg.

Teegg. Auðvitað kann strákur að ná skurninni utan af eggi sem soðið hefur verið nokkra klukkutíma í tei, teeggi. Eins og allir kraftakallar hesthúsar hann þeim sem aukabita milli matmálstíma https://www.youtube.com/watch?v=0qJsEJBoYT4

Dagurinn byrjaði með að við bárum nokkra kassa í flutningabíl, sem fara svo sjóleiðina heim.

Image
Dagurinn byrjaði með að við bárum nokkra kassa í flutningabíl, sem fara svo sjóleiðina heim. Hitinn var kominn í 34 C gráður um níuleytið og við feðgarnir svitnuðum allnokkuð og fórum því í kalda sturtu saman. Ylur hesthúsaði nokkrum kirsuberjum á eftir. Um sexleytið, aftur í 34 C gráðum, hittum við Elsie og son hennar David og snæddum kvöldverð með þeim og hlupum öll eftir Yl, sem hafði engan áhuga á að sitja kyrr. Núna um tíuleytið að kveldi er 31 C gráða úti og logn

Ylur heimsóttur af einni úr götunni okkar.

Image
Ylur heimsóttur af einni úr götunni okkar. Hann kom við hjá föður hennar í apótekinu á laugardag og var ekki sáttur við að hann segði að sú stutta væri í heimsókn sunnar á Taiwan. Hann vildi sjálfur kanna leikherbergið inn af apótekinu. Samkomulag náðist við Yl um að hún kæmi í heimsókn í dag mánudag